Hætt hefur verið við fjölda uppistanda með breska grínistanum Andrew Lawrence eftir að hann sagði svarta leikmenn vera ,,lélega í að taka víti“ eftir úrslitaleik Evrópumótsins á milli Englands og Ítalíu.
Enska landsliðið tapaði fyrir því ítalska í vítaspyrnukeppni. Þeim Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka tókst ekki að skora úr sínum spyrnum.
Allir þessir leikmenn eru dökkir á hörund og því miður ákváð nokkur fjöldi af illa innrættu fólki að senda þeim skilaboð þar sem það var notað gegn þeim eftir leik.
,,Það sem ég er að segja er að þeir hvítu skoruðu,“ skrifaði Lawrence á Twitter. ,,Ég sé að þetta móðgaði marga og mér þykir leitt hversu lélegir svartir menn eru í að taka vítaspyrnur,“ bætti hann svo við síðar.
Önnur færsla grínistans sem fór virkilega fyrir brjóstið á fólki var þegar hann tísti um Marcus Rashford og góðgerðastarfsemi hans. Góðgerðastarfsemin gengur út á það að sjá til þess að fátæk börn á Englandi fái að borða.
,,Hann hefði frekar átt að æfa vítin sín og láta börnin svelta,“ skrifaði Lawrence.
Eðlilega hefur fjöldi uppistandsklúbba afbókað grínistann í kjölfar tísta hans.