fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Hætt við fjölda uppistanda vegna kynþáttahaturs hans – ,,Hefði frekar átt að láta börnin svelta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 14:00

Andrew Lawrence.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætt hefur verið við fjölda uppistanda með breska grínistanum Andrew Lawrence eftir að hann sagði svarta leikmenn vera ,,lélega í að taka víti“ eftir úrslitaleik Evrópumótsins á milli Englands og Ítalíu.

Enska landsliðið tapaði fyrir því ítalska í vítaspyrnukeppni. Þeim Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka tókst ekki að skora úr sínum spyrnum.

Allir þessir leikmenn eru dökkir á hörund og því miður ákváð nokkur fjöldi af illa innrættu fólki að senda þeim skilaboð þar sem það var notað gegn þeim eftir leik.

,,Það sem ég er að segja er að þeir hvítu skoruðu,“ skrifaði Lawrence á Twitter. ,,Ég sé að þetta móðgaði marga og mér þykir leitt hversu lélegir svartir menn eru í að taka vítaspyrnur,“ bætti hann svo við síðar.

Önnur færsla grínistans sem fór virkilega fyrir brjóstið á fólki var þegar hann tísti um Marcus Rashford og góðgerðastarfsemi hans. Góðgerðastarfsemin gengur út á það að sjá til þess að fátæk börn á Englandi fái að borða.

,,Hann hefði frekar átt að æfa vítin sín og láta börnin svelta,“ skrifaði Lawrence.

Eðlilega hefur fjöldi uppistandsklúbba afbókað grínistann í kjölfar tísta hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool