fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ensku leikmennirnir í áfalli yfir ákvörðun Southgate – Þetta er ástæðan fyrir því að Saka fór á punktinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 08:35

Gareth Southgate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Daily Mail eru enskir landsliðsmenn í áfalli yfir þeirri ákvörðun Gareth Southgate, landsliðsþjálfara, að senda hinn 19 ára gamla Bukayo Saka á vítapunktinn til að taka fimmta víti liðsins í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks Evrópumótsins gegn Ítalíu.

England tapaði leiknum í víaspyrnukeppninni. Þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Saka klikkuðu allir á sínum spyrnum.

Pressan á hinum unga Saka þegar hann steig á punktinn var svakaleg. Hann þurfti að skora til að halda Englendingum inni í leiknum. Allt kom fyrir ekki. Leikmenn enska liðsins eru sagðir steinhissa á þessari ákvörðun Southgate, enda voru reynslumeiri leikmenn til taks.

Þannig er þó mál með vexti að England hefur æft vítaspyrnur reglulega síðan í haust. Tölfræðin af æfingum var svo einfaldlega notuð til að stilla upp vítaskyttum í úrslitaleiknum. Eftir þeirri tölfræði var Saka settur á punktinn á undan mönnum eins og Jack Grealish eða Raheem Sterling.

Hvort að það sé rétt að velja vítaskyttur með þessum hætti er svo annað mál, enda erfitt að bera það saman að taka víti á æfingum og í úrslitaleik á stórmóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu