Jack Grealish segir það ekki satt að hann hafi ekki viljað taka vítaspyrnu í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu í gær.
England tapaði fyrir Ítalíu í leiknum sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar brenndu Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka allir af.
Gareth Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir það að láta unga og óreynda leikmenn á punktinn á svo stóru augnabliki. Þá hefur því verið velt upp hvort að reynslumeiri leikmenn hafi yfir höfuð viljað taka víti. Roy Keane gagnrýndi reynslumeiri leikmenn liðsins til að mynda.
Grealish segir að hann hafi svo sannarlega vilja fara á punktinn í vítaspyrnukeppninni.
,,Ég sagðist vilja taka spyrnu! Stjórinn tók svo margar frábærar ákvarðanir á þessu móti og hann gerði það einnig í kvöld. Ég ætla hins vegar ekki að hlusta á fólk segja að ég hafi ekki viljað taka víti, ég vildi það,“ skrifaði Grealish á Twitter.