Áhorfandi hljóp inn á völlinn í úrslitaleik Evrópumótsins í gær. Myndband af því má sjá neðst í fréttinni.
Eins og flestir vita þá mættust England og Ítalía í úrslitaleik EM í gærkvöldi. Luke Shaw kom þeim ensku yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleik.
Ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Ítalía vann svo í vítaspyrnukeppni.
Öryggisverðir áttu í talsverðum vandræðum með að góma áhorfandann sem hljóp inn á völlinn. Útkoman varð skemmtileg.