Á meðal fótboltaáhugamanna leynast því miður skemmd epli í bland við fólk sem er komið til að njóta leiksins. Nokkuð mörg slík voru stödd á Wembley í Lundúnum í gær.
Eins og flestir vita þá mættust England og Ítalía í úrslitaleik EM í gærkvöldi. Luke Shaw kom þeim ensku yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleik.
Ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Ítalía vann svo í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik birti Tariq Panja, blaðamaður á New York Times, myndbrot af stuðningsmönnum slást við innganginn á völlinn. Slagsmálin gengu ansi langt og við vörum viðkvæma við myndefninu sem sjá má hér fyrir neðan.
This footage from inside the stadium this evening pic.twitter.com/g3vTYrKwDu
— tariq panja (@tariqpanja) July 11, 2021