Skemmtilegt atvik kom upp er Ítalía fagnaði Evrópumeistaratitli sínum í gær. Ciro Immobile, framherji liðsins, missti buxurnar þá niður um sig.
Eins og flestir vita þá mættust England og Ítalía í úrslitaleik EM í gærkvöldi. Luke Shaw kom þeim ensku yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleik.
Ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Ítalía vann svo í vítaspyrnukeppni.
Eftir leik var fögnuður Ítala eðlilega mikill. Atvikið fyndna kom svo upp þegar Immobile, ásamt liðsfélögum sínum, renndu sér í átt að stuðningsmönnum sínum í stúkunni. Þá missti leikmaðurinn buxurnar niður um sig.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
When you win the Euros but lose your shorts 😂 pic.twitter.com/NTYirpmhW3
— Bára (@CCP_karkur) July 11, 2021