fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Prófessor útskýrir hvað liggur að baki ofbeldishneigðar enskra stuðningsmanna – Vímuefnaneysla og eitruð karlmennska á meðal atriða sem spila inn í

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 09:52

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, ræddi við RÚV um það af hverju ofbeldishneigð enskra knattspyrnustuðningsmanna getur stafað.

Mikið vesen var á stuðningsmönnum enska liðsins fyrir úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu í gær. Fjöldi slagsmála átti sér stað. England tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni.

Viðar benti til að mynda á það að í kringum leiki hjá enska liðinu þá eykst heimilisofbeldi í landinu.

„Já, heldur betur, það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur af því sem gerist í kringum þennan leik.“ „Það skiptir þá ekki endilega máli hvort England vinnur eða tapar. Til dæmis sýna rannsóknir að þegar England spilar á stórmótum í fótbolta eykst heimilisofbeldi í kjölfar leikjanna. Ef England tapar er það sérstaklega mikið, en ef England vinnur verður heimilisofbeldi meira en alla jafna,“ sagði Viðar fyrir leik gærdagsins.

Hann fór svo nánar út í það hvaða atriði það eru sem ýta undir slæma hegðun ensku stuðningsmannanna í kringum knattspyrnuleiki.

„Vegna þess að hvað sem gerist, hvort sem þeir spila heima eða heiman, þá verður einhver múgstemning sem magnast upp við ákveðnar aðstæður. Og fótboltinn veitir einhvers konar umgjörð sem dregur saman alls konar vandamál og þætti, eins og þjóðarstolt, eins og sjálfsmynd, vímuefnaneyslu, eitraða karlmennsku, hörku leiksins, að tilheyra einhverjum hópi; dregur þetta saman í einhvers konar suðupott, þegar svona tilfinningar og hugmyndir koma saman, og brjótast út í kringum þennan íþróttakappleik.“

Sjá einnig: Sjáðu myndband af grófum slagsmálum stuðningsmanna á Wembley í gær

Sjá einnig: Óhugnanlegt myndband frá Lundúnum: Hópur Englendinga gekk í skrokk á ítölskum manni – Ein leitaði að einhverju stil að stinga hann með

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur