Stjarnan tók á móti Val í 10. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Leiknum lauk með 0-2 sigri Vals.
Fyrri hálfleikur var afskaplega daufur og lítið um opin færi. Valsstelpur tóku hægt og rólega yfir í seinni hálfleik og fóru að ógna meira og uppskáru á 72. mínútu þegar Mary Alice Vignola kom þeim yfir. Lára Kristín Pederson tvöfaldaði svo forystu gestanna tíu mínútum síðar með flottu marki, hennar fyrsta mark fyrir Val.
Valur endurheimti toppsætið með sigrinum á meðan Stjarnan er í 5. sæti með 13 stig.
Stjarnan 0 – 2 Valur
0-1 Mary Alice Vignola (´72)
0-2 Lára Kristín Pedersen (´82)