Fylkir tók á móti Breiðablik í 10. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Leiknum lauk með 0-4 sigri Blika.
Áslaug Munda kom Blikum yfir eftir rúmlega hálftíma leik eftir hornspyrnu. Áslaug Munda var aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og tvöfaldaði forystu gestanna með flottu marki. Taylor Marie Ziemer skoraði þriðja markið stuttu síðar og Hildur Antonsdóttir það fjórða undir lok leiks og gulltryggði þar með sigur gestanna.
Breiðablik fer tímabundið upp í 1. sæti deildarinnar með 21 stig en Valur á leik til góða. Fylkir er í 9. sæti með 9 stig.
Fylkir 0 – 4 Breiðablik
0-1 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (´34)
0-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (´55)
0-3 Taylor Marie Ziemer (´61)
0-4 Hildur Antonsdóttir (´90)