fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Mourinho um Shaw: „Frábært mót, frábær úrslitaleikur og engin varnarmistök

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 12. júlí 2021 19:00

Luke Shaw fagnar markinu í úrslitaleik EM. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var fenginn í viðtal eftir úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í gærkvöldi og þar sagði hann hvað honum finnst í raun um Luke Shaw.

England komst yfir strax í byrjun leiks með marki frá Luke Shaw en Ítalir jöfnuðu á 67. mínútu með marki frá Bonucci. Þá var gripið til framlengingar og loks vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur.

Mourinho hefur gagnrýnt Shaw í töluverðan tíma en það byrjaði á meðan hann þjálfaði Manchester United þar sem Luke Shaw spilar. Shaw hefur áður viðurkennt í viðtali að hann sé orðinn þreyttur á stöðugri gagnrýni Portúgalans og skilur ekki ástæðuna fyrir henni.

„Fólk heldur að ég sé ekki hrifinn af Luke Shaw, ég verð bara að segja að hann átti frábært mót, frábæran úrslitaleik og engin varnarmistök. Mjög góð frammistaða. Auk þess er hann að bæta sig. Vel gert Luke Shaw,“ sagði Mourinho við talkSPORT eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur