Fyrrum knattspyrnumaðurinn Rafael van der Vaart er allt annað en sáttur með það hvernig enska landsliðið hefur spilað hingað til í úrslitaleik Evrópumótsins.
Staðan er 1-1 þegar framlenging er nýhafin. England komst yfir á 2. mínútu leiksins með marki Luke Shaw. Liðið hefur þó ekki ógnað mikið síðan þá.
Leonardo Bonucci jafnaði svo um miðjan seinni hálfleikinn.
,,Þeir hafa eytt öllum leiknum með rassgatið inn í eigin teig þegar það eru svo mikil gæði í hópnum. Þetta er sorglegt,“ sagði Hollendingurinn van der Vaart.
Það er spurning hvort að England geti svarað Hollendingnum með því að klára leikinn í framlengingunni.