Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, sagði nýlega að Anthony Martial, sóknarmaður Manchester United, væri ekki stórstjarna.
Jan Verthongen og Courtois, liðsfélagar hjá belgíska landsliðinu, spjölluðu saman á myndbandi sem var tekið upp á meðan belgíska landsliðið tók þátt í Evrópumótinu.
Þar bað Verthongen markvörðinn um að nefna þrjár stórstjörnur sem fóru ekki á mótið.
Courtois datt aðeins í hug að nefna Sergio Ramos. Verthongen reyndi þá að aðstoða hann og nefndi til að mynda Martial.
Þá sagði Courtois ,,Martial er ekki stórstjarna.“
Martial átti erfitt uppdráttar með Man Utd á síðustu leiktíð. Hann skoraði til að mynda aðeins fjögur mörk.
Þá var hann ekki valinn í landsliðshóp Frakklands sem fór á Evrópumótið.
Courtois doesn’t rate Martial at all😭😭😭
pic.twitter.com/cGyp6AkzkU— Callum (@Chelseatransfe2) July 9, 2021