Argentína varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Leikið var á Maracana-leikvanginum í Brasilíu.
Angel Di Maria skoraði eina mark leiksins eftir rúmar tuttugu mínútur eftir frábæra sendingu frá Rodrigo de Paul. Hægt er að sjá markið neðst í fréttinni.
Þetta var í fyrsta sinn í 28 ár sem Argentína vinnur Copa America. Þá var þetta í fyrsta sinn sem snillingurinn Lionel Messi vinnur titilinn.
Þetta var jafnframt fyrsti titill sem Messi vinnur með argentíska landsliðinu yfir höfuð.
Dropped several times last month, Angel Di Maria has put Argentina ahead!pic.twitter.com/YRbQUS2OLJ
— Goal (@goal) July 11, 2021