Gianluigi Donnarumma hefur verið valinn leikmaður Evrópumótsins 2020 (2021).
Hann var mikilvægur hluti af ítalska liðinu sem varð Evrópumeistari í kvöld eftir sigur á Englandi í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Hann varði tvær spyrnur þar og því í lykilhlutverki í að tryggja Evrópumeistaratitilinn.
Þá átti Donnarumma virkilega gott mót heilt yfir. Hann er aðeins 22 ára gamall.
Donnarumma verður að öllum líkindum leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum. Samningur hans við AC Milan rann út fyrr í sumar.