Ansi skondið atvik kom upp er ítalska landsliðið yfirgaf æfingasvæðið sitt í Flórens í morgun.
Rútubílstjórinn lagði þá af stað með leikmenn og starfsfólk innbyrðis en enginn tók eftir að aðstoðarþjálfarann Gianluca Vialli vantaði.
Rútubílstjórinn stoppaði svo þegar maður á svæðinu sem sá Vialli koma skokkandi að rútunni steig fyrir hana.
Vialli er goðsögn í ítalska boltanum. Hann lék til að mynda fyrir Juventus og Sampdoria. Þá lék hann einnig með Chelsea á Englandi. Hann á 59 leiki að baki fyrir ítalska landsliðið.
Myndbandið af þessu fyndna atviki má sjá hér fyrir neðan.
#ITA team bus nearly left without Gianluca Vialli 🤣 pic.twitter.com/658IQ2oB0j
— Football Daily (@footballdaily) July 10, 2021