37. Símamótið fer nú fram á svæði Breiðabliks í Kópavogi. Mótið er haldið árlega fyrir stelpur í 5. 6. og 7. flokki. Mótið var sett síðastliðinn fimmtudag og stendur yfir fram á morgundag.
Mótið hefur aldrei verið stærra en í ár. Alls taka 3000 stelpur þátt og verða hvorki meira né minna en 1635 leikir spilaðir yfir helgina.
Það er breyting í ár frá síðustu mótum hvað varðar heiti á liðinum sem taka þátt. Það er að í stað þess að lið séu skilgreind sem A, B, C, D eða 1, 2, 3, 4 (eftir styrkleika leikmannna) þá eru félög hvött til að nefna liðin nöfnum á leikmönnum meistaraflokka félaganna.
Þetta er gert til að halda því í lágmarki að leikmenn séu reglulega minntir á hvar þeir standa í samanburði við liðsfélaga.
Við óskum þátttakendum og aðstandendum þeirra að sjálfsögðu góðrar skemmtunnar það sem eftir er af mótinu.