Íslendingalið voru í eldlínunni í Noregi í dag. Leikið var í efstu deildum bæði karla og kvenna megin.
Efsta deild karla
Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á sem varamaður og lék um hálftíma í 1-0 tapi gegn Rosenborg. Kristiansund er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf leiki.
Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjörd og skoraði í 2-0 sigri á Sarpsborg 08. Emil Pálsson var í byrjunarliði tapliðsins en var skipt af velli snemma í seinni hálfleik. Sandefjörd er í 10. sæti deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki. Sarpsborg er í því tólfta með 12 stig eftir ellefu leiki.
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking og Ari Leifsson, leikmaður Stromsgodset, voru í byrjunarliðum er liðin mættust í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Valdimar Þór Ingimundarson sat allan leikinn á varamannabekk Stromsgodset. Viking er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig eftir tólf leiki. Stromsgodset er í ellefta sæti með 11 stig eftir ellefu leiki.
Efsta deild kvenna
Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Valarenga í 3-0 tapi gegn Sandviken. Amanda Andradóttir, liðsfélagi hennar, kom inn á sem varamaður. Valarenga er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, 6 stigum frá toppliði Rosenborg.
Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á varamannabekk Arna-Björnar í 0-3 sigri liðsins á Stabæk. Lið hennar er í fimmta sæti með 7 stig.