fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Íslendingar í útlöndum: Nóg um að vera í Noregi – Viðar Ari skoraði í Íslendingaslag

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 18:01

Viðar Ari Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingalið voru í eldlínunni í Noregi í dag. Leikið var í efstu deildum bæði karla og kvenna megin.

Efsta deild karla

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á sem varamaður og lék um hálftíma í 1-0 tapi gegn Rosenborg. Kristiansund er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf leiki.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjörd og skoraði í 2-0 sigri á Sarpsborg 08. Emil Pálsson var í byrjunarliði tapliðsins en var skipt af velli snemma í seinni hálfleik. Sandefjörd er í 10. sæti deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki. Sarpsborg er í því tólfta með 12 stig eftir ellefu leiki.

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking og Ari Leifsson, leikmaður Stromsgodset, voru í byrjunarliðum er liðin mættust í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Valdimar Þór Ingimundarson sat allan leikinn á varamannabekk Stromsgodset. Viking er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig eftir tólf leiki. Stromsgodset er í ellefta sæti með 11 stig eftir ellefu leiki.

Efsta deild kvenna

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Valarenga í 3-0 tapi gegn Sandviken. Amanda Andradóttir, liðsfélagi hennar, kom inn á sem varamaður. Valarenga er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, 6 stigum frá toppliði Rosenborg.

Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á varamannabekk Arna-Björnar í 0-3 sigri liðsins á Stabæk. Lið hennar er í fimmta sæti með 7 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar