fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool viðurkennir að hann hafi haft rangt fyrir sér varðandi Maguire – ,,Búinn að sanna sig sem varnarmaður í heimsklassa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 21:00

Harry Maguire - Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Lallana, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Brighton, viðurkennir að Harry Maguire sé mun betri en hann hafði áður haldið.

Hinn 28 ára gamli Maguire hefur leikið virkilega vel á síðustu árum. Hann varð þá til að mynda dýrasti varnarmaður heims þegar Manchester United keypti hann frá Leicester árið 2019.

Maguire er einnig orðinn algjör lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

,,Ég vanmat Harry Maguire. Ég skal viðurkenna það. Mér hefur alltaf fundist hann vera góður leikmaður en á þessu móti hefur hann sýnt mér, vonandi öðrum líka, að hann er í allt öðrum klassa. Hann er búinn að sanna sig sem varnarmaður í heimsklassa,“ sagði Lallana.

Maguire verður í eldlínunni með enska landsliðinu í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu annað kvöld. Leikið verður á Wembley. Leikurinn hefst klukkan 19 annað kvöld.

Adam Lallana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar