Nokkrir leikmenn enska landsliðsins eru með það á dagskránni að leggja í ferð til Las Vegas ef liðinu tekst að landa Evrópumeistaratitlinum annað kvöld. The Sun greinir frá þessu.
Þeir Jack Grealish, Jordan Pickford, Mason Mount, Ben Chilwell og Declan Rice eru allir taldir ætla með í ferðina.
Þá er ekki ólíklegt að James Maddison muni einnig slást með í för.
Fyrst þarf liðið þó að sigra úrslitaleik EM. Þar verður Ítalía andstæðingurinn.
Þetta enska lið getur skrifað söguna. Englandi hefur aldrei tekist að landa Evrópumeistaratitli.
Ef liðið sigrar á morgun yrði það jafnframt fyrsti sigur Englands á stórmóti frá því að þjóðin sigraði heimsmeistaramótið árið 1966.