Miðjumaðurinn ungi, Kristófer Jónsson, er á leiðinni til Venezia á Ítalíu. Það var greint frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Kristófer er 18 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn í Haukum. Hann kom til Vals fyrir tímabilið.
Venezia leikur í Serie A á næstu leiktíð eftir að hafa komist upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð.
Með liðinu leika Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason einnig.
Þá kom fram í þættinum að Genoa hafði einnig áhuga á því að fá Kristófer í sínar raðir. Þeir voru þó aðeins tilbúnir að fá hann á láni. Hjá Val þótti mönnum meira heillandi að selja leikmanninn beint.