Diego Simeone. stjóri Atletico Madrid, hefur gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2024. Atletico hefur staðfest þetta.
Argentínumaðurinn hefur stýrt Atletico frá árinu 2011, í áratug.
Hann hefur tvisvar sinnum orðið Spánarmeistari með liðinu, síðast nú í vor. Þá á hann einn bikarmeistaratitil með liðinu og tvo Evrópudeildarmeistaratitla.
Simeone hefur þá tvisvar sinnum farið með Atletico í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þeir leikir töpuðust þó báðir.
Simeone er þekktur fyrir að vera einstaklega ástríðufullur á hliðarlínunni er hann stýrir liði sínu. Það verður því gaman að fylgjast með honum áfram.