fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
433Sport

Sakaður um hræsni eftir að gömul ummæli voru rifjuð upp – ,,Veit ekki hvernig þeir geta farið heim og talað við fjölskyldur sínar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 13:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir saka Jamie Carragher, Liverpool-goðsögn og knattspyrnusérfræðing, um hræsni eftir að gömul ummæli hans um leikmenn Paris Saint-Germain voru rifjuð upp.

Árið 2018 var Carragher brjálaður eftir tap Liverpool gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Hann sakaði leikmenn franska liðsins þá um að henda sér í jörðina og svindla.

,,Ég skil ekki hvernig þeir geta farið heim og talað við fjölskyldur sínar og eiginkonur. Þeir ættu að skammast sín,“ var á meðal þess sem Carragher sagði um leikmenn PSG.

Í gær tjáði hann sig svo um vítaspyrnuna sem Raheem Sterling fiskaði fyrir enska landsliðið í undanúrslitum Evrópumótsins gegn Danmörku á miðvikudag.

Sterling fór afar auðveldlega niður í teig Dana og eru flestir á því að ekki hafi átt að dæma víti. Dómarinn benti hins vegar á punktinn og upp úr vítaspyrnunni skoraði Harry Kane sigurmark leiksins.

,,Raheem Sterling og Harry Kane eru ekki svindlarar, þeir eru sniðugir,“ skrifaði Carragher á Twitter daginn eftir undanúrslitaleikinn.

Margir saka þennan fyrrum varnarmann Liverpool um hræsni eftir ummælin, enda lét hann leikmenn PSG ansi hressilega heyra það fyrir að dýfa sér um árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak vill fara frá Newcastle

Isak vill fara frá Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Adam Örn í Leikni

Adam Örn í Leikni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea fær alvöru samkeppni

Chelsea fær alvöru samkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð
433Sport
Í gær

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall
433Sport
Í gær

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart