Glódís Perla Viggósdóttir er á förum frá Rosengard í Svíþjóð. Þýski risinn Bayern Munchen er talið vera hennar líklegasti áfangastaður.
Glódís, sem leikur sem miðvörður, hefur verið hjá Rosengard síðan 2017. Hún er fastamaður í liðinu.
Nokkur lið hafa áhuga á að fá Glódísi í sínar raði. Bayern er þó talið leiða kapphlaupið.
Hjá Bayern leikur Karólína Lea Vilhjálsdóttir. Hún kom til þýska félagsins fyrr á árinu.
Samkvæmt heimildum gæti Glódís Perla Viggósdóttir verið á leið til Bayern Munich og verður liðsfélagi Karólínu Leu þar. Verið áhugi frá nokkrum liðum á Glódísi, en Bayern virðist vera líklegast til að landa henni. Hún færi þá til Bayern nú í sumar #fotboltinet @heimavollurinn
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 8, 2021