Rebekah Vardy bar sigur úr býtum í síðustu ,,umferð“ í baráttu sinni gegn Coleen Rooney.
Rebekah og Coleen eru eiginkonur þeirra Jamie Vardy, leikmanns Leicester og Wayne Rooney, stjóra Derby. Þær hafa tekist á opinberlega allt frá því að Coleen sakaði Rebekah um að leka sögum um sig í enska götublaðið The Sun.
Coleen vildi þá meina að einhver fylgjenda sinna á persónulega Instagram-reikningi sínum væri að leka upplýsingum í blaðið. Hún beitti að lokum útilokunaraðferðinni og stillti aðgang sinn þannig að aðeins Rebekah gæti séð hann. Enn láku sögur í The Sun og Coleen taldi sig því hafa fundið sökudólginn. Rebekah neitaði og kærði í kjölfarið kærði Rebekah Coleen.
Á miðvikudag fékk Rebekah góðar fréttir þegar hæstaréttardómari neitaði að íhuga hluta af vörn Coleen í málinu.
Eitt af atriðunum sem Coleen fékk ekki að nota sér til varnar var það að Rebekah hafi fengið sér sæti fyrir aftan hana á leik á Evrópumótinu 2016 til þess að koma sér á framfæri. Dómari sagði það ekki getað hjálpað máli Coleen.
Málið mun nú halda áfram. Búist er við að það gangi mun lengra.