Glódís Perla Viggósdóttir er gengin til liðs við Bayern Munchen í Þýskalandi. Félagið hefur staðfest þetta.
Glódís, sem er 26 ára gömul, kemur frá Rosengard í Svíþjóð. Þar hefur hún verið frá árinu 2017. Hún skrifar undir samning við Bayern til ársins 2024.
Hjá Bayern hittir miðvörðurinn öflugi samherja sinn í landsliðinu, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Glódís á að baki 93 leiki fyrir A-landslið Íslands.
Bayern er með mjög öflugt lið. Félagið hefur fjórum sinnum orðið Þýskalandsmeistari, nú síðast í vor.
Herzlich willkommen in München, Glódís! 👋
Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. 📃✍️✅
Alle Infos 👉 https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV
— 🏆 MEISTERINNEN 🏆 (@FCBfrauen) July 9, 2021