fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Stóðst ekki læknisskoðun í Svíþjóð – Neyddist til að snúa aftur heim

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 08:46

Rúnar Þór Sigurgeirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, stóðst ekki læknisskoðun hjá sænska félaginu Sirius í vikunni og er því snúinn aftur heim til Íslands. Það var greint frá þessu á Fótbolta.net í morgun.

Rúnar Þór hefur glímt við nárameiðsli og þar sem Sirius er í leit að vinstri bakverði sem getur spilað strax gengu skiptin ekki upp í bili.

„Þeir eru ennþá áhugasamir en vantar vinstri bakvörð sem getur byrjað að spila strax. Ég fór í skanna þar sem nárasvæðið var skoðað og á eftir að fá niðurstöðu úr því,“ sagði Rúnar Þór við Fótbolta.net.

„Þetta er högg en ég stend upp og held áfram,“ bætti hann við.

Rúnar Þór lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir rúmum mánuði síðan. Það var í vináttulandsleik gegn Mexíkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum