Fjárhagsörðuleikar Barcelona eru miklir og það miklir að félagið getur ekki skráð nýja leikmenn inn í hóp sinn.
Barcelona er með of marga leikmenn á launaskrá og þarf að lækka kostnað sinn áður en La Liga deildin leyfir félaginu að skrá nýja menn í hóp sinn.
Barcelona hefur fengið Memphis Depay, Kun Aguero og Eric Gracia á frjálsri sölu í sumar en þeir fá ekki keppnisleyfi strax.
Barcelona reynir að losa sig við menn en Miralem Pjanic má fara frítt og þá er fjöldi leikmanna félagsins til sölu.
Barcelona hefur verið að reyna að framlengja við Lionel Messi en sama ástæða er fyrir því að félagið nær ekki að losa sig við leikmenn til að hafa efni á honum.