Kórdrengir hafa fengið Axel Frey Harðarson að láni frá Víking Reykjavík. Lánssamningurinn gildir út þessa leiktíð. Axel hefur spilað einn leik í Pepsi-Max deildinni fyrir Víking á tímabilinu. Hann lék 17 leiki með Gróttu á síðasta tímabili, á fyrsta tímabili þeirra í efstu deild.
Kórdrengir staðfestu félagsskiptin á Facebook síðu félagsins rétt í þessu.
„Axel Freyr hefur þrátt fyrir ungan aldur, verið í stóru hlutverki í sínum liðum undanfarin ár. Kórdrengir bjóða hann hjartanlega velkominn til félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá Kórdrengjum á Facebook.
Kórdrengir eru í 4. sæti Lengjudeildarinnar, 12 stigum frá fyrsta sæti.