fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Ísak brjálaður og birtir myndir með – „Trúðalestin enn og aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson vonarstjarna íslenska fótboltan hjólaði í Helga Mikael dómara á Instagram eftir leik Víkings og ÍA í gær.

Víkingur tók á móti ÍA á Víkingsvelli í gær. Leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Víkingar stjórnuðu leiknum og áttu nokkur góð færi. Skagamenn voru þó hættulegir í skyndisóknum og náðu að ógna þar. Víkingar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og Nikolaj Hansen skoraði örugglega úr spyrnunni og tryggði Víkingum þrjú stig.

Skagamenn voru æfir í leikslok yfir því að Helgi Mikeal Jónason hefði dæmt vítaspyrnu. Einn af þeim var Ísak Bergmann en faðir hans er Jóhannes Karl GUðjónsson þjálfari ÍA, sjálfur spilar Ísak með Norrköping í Svíþjóð.

„Trúðalestin enn og aftur. Hvenær á þessi gæi að hætta að dæma í efstu deild,“ segir Ísak reiður á Instagram og birtir myndir með af útsendingu Stöð2 Sport.

Ísak segir að Helgi elski athyglina en Ísak er nú ekki þekktur fyrir að láta í sér heyra. „Hann elskar athyglina. Það eru ekki allir mættir að horfa á þig Helgi Mikael.“

„Þið eruð flottir. Rosa flottir. Til hamingju núna fáið þið athygli. Það sem þið vilduð,“ skrifaði Ísak virkilega reiður á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis