10 umferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær og í fyrradag og var mikið fjör á völlum landsins.
ÍBV vann góðan sigur á Þrótti á sama tíma og Þór og Selfoss gerðu 1-1 jafntefli.
Kórdrengir töpuðu naumlega gegn toppliði Fram í fjörugum leik og Grótta vann sigur á Víkingi Ólafsvík.
Þá gerðu Grindavík og Afturelding jafntefli í fjörugum leik, loks vann Vestri sigur á Fjölni.
Öll mörkin og það helsta má sjá hér að neðan.