fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Eriksen fjölskyldan og sjúkraliðar fá boð á úrslitaleikinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 16:59

Það var afar óhugnanlegt þegar Eriksen hneig niður á Parken. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið danska landsliðsmanninum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem hjálpuðu við að bjarga lífi hans að horfa á úrslitaleikinn á EM 2020 á Wembley vellinum í London á sunnudag.

Eriksen hneig niður í fyrri hálfleik Danmerkur og Finnlands á Parken vellinum í Kaupmannahöfn þann 12. júní síðastliðinn. Þá var beitt skyndihjálp og hjartað tók aftur að slá með hjálp hjartastuðtækis á meðan leikmenn skýldu sjúkraliðunum.

Hann er kominn heim og er á batavegi. UEFA sagði að Eriksen, konu hans og sjúkraliðunum sex væri boðið á úrslitaleikinn, en hann hefur ekki staðfest hvort mætingu sína.

Peter Ersgaard, einn af sjúkraliðunum, sagði að hann væri upp með sér að hljóta VIP boð frá Alexander Ceferin, forseta UEFA.

„Ég er spenntur, eins og barn á jóladag,“ sagði hann í viðtali við Fagbladet, FOA.

„Ég er mjög stoltur af sjálfum mér, og einnig öllu teyminu. Þetta var ekki eins manns verk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot