Barcelona er tilbúið að selja Antoine Griezmann í sumar til þess að rétta af fjárhag sinn en fjölmiðlar á Spáni.
Griezmann hefur verið í tvö ár hjá Barcelona en hann kom til félagsins frá Atletico Madrid.
Börsungar reyna að losa hverja einustu krónu sem þeir mögulega get en á sama tíma vilja þeir vera með samkeppnishæft lið.
Griezmann er einn launahæsti leikmaður félagsins með tæp 300 þúsund pund á viku en hann kostaði félagið vel yfir 100 milljónir punda.
Börsungar skulda tæpan milljarða evra og þurfa að lækka kostnað og safna fjármunum sem allra fyrst.