Gareth Bale ætlar að hætta í fótbolta næsta sumar þegar samningur hans við Real Madrid rennur út. Hann vill þó taka þátt á Heimsmeistaramótinu sem fer fram í desember 2022 með Wales og verða það hans lokaleikir í knattspyrnu ef marka má frétt The Mirror.
Bale á eitt ár eftir af samningi hjá Real Madrid en hefur ekki viljað tjá sig um sín næstu skref.
Mirror hefur heimildir fyrir því að kappinn ætli sér ekki að semja við annað lið og hætta hreinlega í fótbolta þegar þeim samningi lýkur. Hann hefur þó mjög gaman að því að spila fyrir landsliðið og sér fyrir sér að taka þátt á HM 2022 ef Wales kemst þangað.
Ancelotti tók nýverið við Real Madrid en hann þekkir Bale vel. Talið er að þeir ætli að hittast og tala um komandi tímabil á næstu dögum.