Stór hluti Englendinga vaknaði með hausverk í gærmorgun eftir frækinn sigur Englands á Úkraínu á laugardag. England er komið í undanúrslit á Evrópumótinu og er ensku þjóðinni farið að dreyma um sigur á mótinu.
Englendingar skvettu vel í sig á laugardag en ensk blöð segja frá því að 42 milljónir bjóra hafi runnið ofan í mannskapinn á laugardag.
Enska þjóðin er að sletta úr klaufunum eftir að hafa verið nánast læst heima hjá sér í 18 mánuði vegna COVID, smitum hefur fjölgað mikið síðustu daga en Bretarnir ætla ekki að herða aðgerðir.
23 milljónir bjóra voru drukknir á heimilum landsins og 19 milljónir bjóra voru seldir á börum og knæpum Englands.
20,9 milljónir horfðu á leikinn í sjónvarpi en stærra og meira partý verður á miðvikudag ef England vinnur Danmörk í undanúrslitum.