fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Sorgarasaga Sölva í Kópavogi: Kristján gefur honum ráð – „Þegar þið fóruð á Oliver þá fór maður að drilla“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 09:39

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Snær Guðbjargarson er í klípu í Kópavogi eftir að hafa yfirgefið Stjörnuna í Garðabæ til að ganga í raðir Breiðabliks. Breiðablik keypti Sölva frá Stjörnunnni í maí og hefur hann fengið mjög fá tækifæri.

Sölvi er fæddur árið 2001 en hann var einn efnilegasti leikmaður Stjörnunnar, hann samdi við Breiðablik sem lagði ríka áherslu á að fá hann.

„Það virðist einn maður vera að fara í gegnum handónýtt fótboltasumar. Sölvi Snær Guðbjargarson, hann er fenginn í Breiðablik og svo átta Blikar sig á því að þetta er kannski ekki leikmaðurinn sem þeir héldu að þeir væru að fá, hann fær ekki mínútu í þessum leik gegn Leikni. Þetta ævintýri hans í Breiðablik er að breytast í sorgarsögu,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football í þætti gærdagsins.

Hrafnkell Freyr Ágústsson segir að Sölvi sé ungur að hann þurfi bara að gefa sér tíma til að vinna sér sæti í sterku liði Blika. „Þetta byrjar illa, hann er fæddur árið 2001,“ sagði Hrafnkell.

Kristján Óli Sigurðsson fyrrum leikmaður Blika var gestur í þættinum var með ráð til Sölva. „Hann þarf að æfa meira og nýta tækifærið, ef manni var hent út úr liðinu þá fór maður að taka extra. Þegar þið fóruð á Oliver (Skemmtistaðinn) þá fór maður að drilla aukaspyrnur,“ sagði Kristján léttur.

Sölvi hefur fengið fá tækifæri og Hjörvar telur hann hafa gert mistök með því að fara í Breiðablik. „Það er 4 júlí og Sölvi er búinn að spila 70 mínútur af fótbolta, er hann ekki á aldri þar sem hann þarf að spila? Þetta voru megamistök að fara í Breiðablik,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal