Florentino Perez, forseti Real Madrid, er orðinn pirraður á Manchester United og ætlar að gera klúbbnum mjög erfitt fyrir að semja við Raphael Varane í sumar.
Franski miðvörðurinn er á leiðinni á Old Trafford en hann vill fara frá Real Madrid. United hefur lagt mikið kapp á að fá kappann til liðsins í sumar og telur að hann og Maguire geti myndað gott varnarpar.
Samkvæmt Defensa Central mun Florentino Perez ekki gefa neitt eftir í baráttunni og vill hefna sín á United sem hann telur hafa svindlað á sér í gegnum tíðina.
Þar er sérstaklega átt við samskiptin við félagið hvað varðar David De Gea og Paul Pogba sem voru mikið orðaðir við Madrid síðustu ár. Vegna þessa ætlar Perez að gera þeim afar erfitt fyrir.