Tveimur leikjum var að ljúka rétt í þessu í 10. umferð Lengjudeildar karla. Þar hafði gerðu Selfoss og Þór 1-1 jafntefli en ÍBV sigraði Þrótt.
Selfoss tók á móti Þór á JÁVERK-vellinum í dag. Bjarni Guðjón Brynjólfsson braut ísinn strax á 8. mínútu og kom Þórsurum yfir. Valdimar Jóhannsson jafnaði metin á 75. mínútu og þar við sat og 1-1 jafntefli niðurstaðan.
Selfoss er í 9. sæti deildarinnar með 9 stig og Þór í 8. sæti með 12 stig.
Selfoss 1 – 1 Þór
0-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson (´8)
1-1 Valdimar Jóhannsson (´75)
Þróttur tók á móti ÍBV á Eimskipsvellinum í dag. Þróttarar fengu kjörið tækifæri til að komast yfir í leiknum en Kairo Asa Jacob Edwards-John klúðraði þá víti. Leikurinn stefndi í 0-0 jafntefli þar til á 90. mínútu þegar Felix Örn Friðriksson kom knettinum í netið og tryggði ÍBV þrjú stig.
Með sigrinum styrkir ÍBV stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með 22 stig en Þróttur er 11. sæti með 7 stig.
Þróttur 0 – 1 ÍBV
0-1 Felix Örn Friðriksson (´90)