PSG reynir að sannfæra Kylian Mbappe um að vera áfram hjá félaginu og skrifa undir nýjan samning. Aðeins ár er eftir af núverandi samningi Mbappe við PSG.
Mbappe vill ólmur leika fyrir Real Madrid á ferli sínum og gæti ákveðið að vera í ár hjá PSG og fara svo frítt.
PSG vill hins vegar gera allt til þess að halda í Mbappe og leggur mikla áherslu á að hann kroti undir.
Mbappe hefur samkvæmt frönskum miðlum sett fram kröfu um að klásúla verði í nýjum samningi, sú klásúla er þannig að hann geti farið til Real Madrid.
Þannig verði klásúla í samningi hans við PSG að ef Real Madrid býður ákveðna upphæð, þá sé honum frjálst að fara.