Christian Eriksen var myndaður í fyrsta skipti eftir að hann útskrifaðist af spítala eftir hjartaáfall sem hann fékk í leiknum gegn Finnum á EM 2020. Hann leyfði þar ungum aðdáanda að fá mynd.
Eriksen féll niður eins og þekkt er í leik Dana gegn Finnum á EM 2020 og fór í hjartastopp. Þökk sé snöggra viðbragða viðragðsaðila er leikmaðurinn nú á batavegi.
Ungur aðdáandi stoppaði Eriksen á Tisvilde ströndinni í Norður-Danmörku á föstudag og leyfði Eriksen honum að fá mynd með sér. Myndina má sjá hér að neðan.
Danmörk er komið í undaúrslit á EM2020 þar sem liðið mætir Englandi á Wembley næstkomandi miðvikudag.
Myndina með drengnum unga er hér að neðan en hún gleður marga að sjá Eriksen í fullu fjöri.