Þann 28. júní hófst 7. þáttaröð bresku útgáfu Love Island-þáttanna á ITV. Þættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim.
Þættirnir eru þekktir fyrir að vera með gullfallega og djarfa keppendur en það dregur áhorfendur að skjánum.
Í kjölfar þess að þættirnir fóru aftur á stað setti Sport bible færslu á Twitter og bað fylgjendurna að nefna þá fótboltamenn sem ættu helst heima í raunveruleikaþættinum vinsæla.
Ekki stóð á svörum hjá netverjum og fólk kepptist um að koma með tillögur. Jack Grealish virðist eiga heima í Love Island ef marka má almenning á Twitter en hann var lang oftast nefndur. Þá var Dele Alli einnig vinsæll ásamt Phil Foden. Nöfn Jesse Lingard og John Terry voru að auki vinsæl.
Which Premier League footballer could you see being on Love Island? 👀 pic.twitter.com/ODlKs15mMW
— SPORTbible (@sportbible) June 30, 2021