Pulisic getur verið þakklátur fyrir að fótbolti er spilaður á landi en ekki á sjó en hann sýndi hve erfitt er að halda boltanum á lofti þegar hann er ekki á föstu landi.
Pulisic er í sumarfríi þessa dagana áður en hann fer aftur til Englands og tekur þátt í undirbúningstímabili Chelsea undir stjórn Thomas Tuchel.
Pulisic sat á bát með fætur út fyrir og hélt bolta á lofti, hann missti svo boltann of langt frá sér og datt út fyrir beint niður á risastóran fisk sem nefnist Goliath Grouper. Vinir hans björguðu honum upp í bátinn snögglega og leikmanninum knáa varð ekki meint af.