Luke Shaw virðist elska Bukayo Saka en hann talaði nýlega afar vel um hann í viðtali. Saka fékk tækifæri í byrjunarliðinu gegn Tékkum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í knattspyrnu og átti frábæran leik. Hann byrjaði aftur gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og komst ágætlega frá þeim leik.
Luke Shaw var afar ánægður með frammistöðu hans og lítur á hann sem lítinn bróður.
“Ég elska hann, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég myndi elska að hann væri barnið mitt, ég elska hann þannig,” sagði Shaw við YouTube stöð enska landsliðsins.
“Það myndu líklega allir í liðinu svara á sama hátt, hann er svo góður maður,”
“Ég vildi að hann væri bróðir minn, hann er svo fyndinn og skemmtilegur. Hann lætur alla hlæja í kringum sig án þess að reyna það. Það fer ekki mikið fyrir honum en allt sem hann segir er fyndið.”
“Það er gott að hafa einhvern eins og hann í hópnum sem kemur öllum í gott skap,” sagði Shaw við YouTube stöð enska landsliðsins.