Cristiano Ronaldo fær ekki bara tekjur úr fótboltanum heldur trónir hann nú á toppnum yfir þá sem geta rukkað auglýsendur um hæstu upphæðina fyrir færslu á samfélagsmiðilinn Instagram.
Cristiano Ronaldo er sá einstaklingur sem hefur flesta fylgjendur á Instagram en hann braut 300 milljóna múrinn í síðasta mánuði.
Hopper HQ tók nýlega saman lista yfir þá einstaklinga sem geta rukkað auglýsendur mest og er Ronaldo nú kominn á toppinn í fyrsta skipti. Hann getur rukkað 1,2 milljónir punda fyrir hverja færslu á Instagram. Hann nýtir þetta vel og er duglegur að auglýsa á miðlinum.
Annar knattspyrnumaður kemst á topp 10 listann og það er Lionel Messi. Hann er í 7. sæti og getur rukkað 840 þúsund pund fyrir hverja færslu.