PSG hefur boðið Lionel Messi samning í von um að fá leikmanninn knáa til félagins að því er segir í frétt AS.
Argentíska stórstjarnan reyndi að yfirgefa Barcelona síðasta sumar en ákvað að hætta við og var hjá félaginu á liðnu tímabili. Samningi Messi við Barcelona lauk 1. júlí og er Messi nú frjáls maður og getur samið við hvaða lið sem er.
Talið er að Messi muni semja aftur við Barcelona en félagið þarf að losa töluverðan pening ef það á að gerast. Á meðan ekkert er klárt í þeim málum ákvað PSG að láta reyna á að fá hann til félagsins.
Messi er nú á Copa America og ætlar ekki að hugsa um neina samninga á meðan hann er þar. Við fáum því líklega ekkert að heyra frá hans ákvörðun fyrr en eftir að sú keppni klárast.