Manchester United vill verðlauna Luke Shaw fyrir frábæra spilamennsku upp á síðkastið með nýjum samningi.
Shaw er með enska landsliðinu á EM í knattspyrnu og átti frábæran leik í 4-0 sigrinum gegn Úkraínu í gær. Meira að segja Jose Mourinho hrósaði kappanum fyrir frammistöðuna í þeim leik.
Luke Shaw á tvö ár eftir af samningi við félagið og vill United fá hann til að semja til lengri tíma. Samkvæmt Sky Sports þá verður leikmanninum verða boðinn nýr samningur á næstu mánuðum en hann er talinn vera mikilvægur hluti af framtíðarsýn félagsins.
Shaw spilaði 47 leiki fyrir United á síðasta tímabili þar sem hann skoraði eitt mark og gaf sex stoðsendingar.