fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Goðsögn Liverpool hjálpaði Harry Maguire í gegnum erfiða tíma

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 4. júlí 2021 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur viðurkennt að hann hafi skipst á smáskilaboðum við Harry Maguire til að veita honum stuðning og góð ráð eftir að varnarmaðurinn var handtekinn í Grikklandi síðasta sumar.

Maguire var handtekinn fyrir það að ráðast á lögreglumann en hún hafði komið á staðinn eftir að breskir ferðamenn höfðu abbast upp á Harry Maguire fyrir utan bar.

Maguire átti erfitt á þessum tíma og bauð Carragher fram aðstoð sína en hann sagði frá þessu í dálki hans í Telegraph.

„Það skiptir engu máli hve andlega sterkur þú ert, það er ómögulegt að takast á við fréttaflutning af þessu tagi,“ sagði Carragher í The Telegraph

„Þetta hefur ekki bara áhrif á þig, þú sérð sársaukann í fjölskyldu og vinum og það hefur mest áhrif á þig.“

„Við skiptumst á nokkrum skilaboðum og þar reyndi ég að nýta mína reynslu af slæmum fréttaflutningi til að hjálpa.“

„Ég sagði honum að halda ótrauður áfram og að þetta gengi yfir að lokum,“ sagði Carragher í The Telegraph.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace