Í kvöld mæta Englendingar Úkraínu í 8-liða úrslitum. Leikurinn fer fram í Róm og hefst klukkan 19:00. Southgate hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir liðsuppstillingu og spilamennsku liðsins en það hefur hingað til ekki komið að sök þar sem liðið er komið í 8-liða úrslit.
Sancho hefur lítið fengið að spila en talið er að breyting verði á því í kvöld og segir í frétt The Athletic og Goal að Sancho verði í byrjunarliðinu. Þá er einnig búist við því að Mason Mount snúi aftur í byrjunarliðið og ætlar Southgate að fara aftur í 4-2-3-1 kerfið sem hann vill helst spila.
Talið er að Mason Mount komi inn fyrir Kyle Walker eða Trippier og Sancho kemur inn fyrir Bukayo Saka.
Jadon Sancho is in line for his first start of #EURO2020 for #ENG vs. #UKR, capping an incredible week for the 21-year-old after his move to #MUFC was agreed in principle.
More from @David_Ornstein.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 3, 2021