Belgía er úr leik á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir tap gegn Ítölum. Talið var að Kevin De Bruyne myndi ekki koma við sögu vegna meiðsla sem hann hlaut í 16-liða úrslitum. Svo var ekki og byrjaði kappinn leikinn.
Ljóst er að De Bruyne spilaði leikinn meiddur og eru stuðningsmenn Manchester City vægast sagt ósáttir með það. De Bruyne sagði sjálfur í viðtali að hann hafi viljað taka þátt og reynt allt til að tjasla sér saman.
Belgískir stuðningsmenn voru þó virkilega ánægðir með De Bruyne og þökkuðu hönum fyrir að vera tilbúinn að spila sárþjáður fyrir landsliðið.
Needs sacking…playing Kevin Debruyne whilst having a serious injury last night…Disgraceful…Belgium did the same with Kompany years ago..
— paul thomas standall (@PStandall) July 3, 2021