Hjörvar Hafliðason bað Kristján Óla Sigurðsson að velja fimm bestu Englendingana undir 23 ára í Dr. Football hlaðvarpsþættinum sem kom út í gær. Listann má sjá hér að neðan.
1. Phil Foden
2. Mason Mount
3. Jadon Sancho
4. Marcus Rashford
5. Declan Rice
Þegar Kristján Óli hafði sett fram sinn lista fóru fram skemmtilegar umræður um hvort einhvern leikmann vantaði á listann þar sem Englendingar eiga marga unga og spennandi leikmenn.
„Þetta er rosalegur hópur. En Reece James fékk enga ást, Jude Bellingham fékk enga ást. Ég býð líka upp á lögreglufylgd þar sem Trent Alexander Arnold fær ekki að vera þarna, menn verða ekki sáttir við það,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.