fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Hátt í 300 þúsund manns krefjast þess að leikurinn verði spilaður aftur

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. júlí 2021 13:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 300 þúsund manns hafa skrifað undir til að krefjast þess að leikur Frakklands og Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins verði spilaður aftur.

Frakkar voru undir í hálfleik gegn Sviss en komu til baka og voru komnir í 3-1 á tímabili. Frakkar misstu það niður og fór leikurinn í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Mbappe tók síðustu spyrnuna og lét verja frá sér sem þýddi að Frakkar voru úr leik.

Sommer, markmaður Sviss, fagnaði ekki þar til hann fékk staðfestingu frá VAR um að þetta hefði allt saman verið löglegt.

Á mynd sem sjá má neðar í fréttinni sést að annar fótur Sommer var á línunni þegar Mbappe tók spyrnuna en það hefur ekki stoppað fólk í að skrifa undir og krefjast þess að fá leikinn spilaðan aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina