Hátt í 300 þúsund manns hafa skrifað undir til að krefjast þess að leikur Frakklands og Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins verði spilaður aftur.
Frakkar voru undir í hálfleik gegn Sviss en komu til baka og voru komnir í 3-1 á tímabili. Frakkar misstu það niður og fór leikurinn í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Mbappe tók síðustu spyrnuna og lét verja frá sér sem þýddi að Frakkar voru úr leik.
Sommer, markmaður Sviss, fagnaði ekki þar til hann fékk staðfestingu frá VAR um að þetta hefði allt saman verið löglegt.
Á mynd sem sjá má neðar í fréttinni sést að annar fótur Sommer var á línunni þegar Mbappe tók spyrnuna en það hefur ekki stoppað fólk í að skrifa undir og krefjast þess að fá leikinn spilaðan aftur.
This is mad technique by Sommer. Kept one foot on the line. pic.twitter.com/8LoHJbIUIf
— Clint. (@CleanThing_) June 28, 2021